Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Fór til læknis í dag.

Hæ aftur. Fórum til læknis í dag sem er krabbameinslæknirinn minn og hann er að setja mig á lyf aftur.

HEILAÆXLI ENN OG AFTUR.

Jæja þá er maður byrjaður að blogga. Veit ekki hvar ég á að byrja svo ég geri bara eins og Þorbera besta sagði, byrjaðu bara hér!!   Fór í heilaskann á föstudaginn og fékk að vita það að það eru komin 3 æxli. Jibbíjei allt að byrja uppá nýtt.  Við erum dofin og leið og vitum lítið um hvað er framundan en erum að fara til læknis á morgun og þá verður ákveðið með meðferð og annað slíkt.

 

Í stuttu eða löngu máli hófst veikindasagan mín fyrir 3 árum nánartiltekið þann 27. desember 2005 þegar ég var skorin upp við heilaæxli. Sú aðgerð gekk vel að sögn lækna og var ég komin heim daginn fyrir gamlársdag.  Allt gekk vel, örið gréri hratt og ég var nokkuð fljót að jafna mig. Síðan um miðjan janúar fékk ég bólgur í örið og fór upp á spítala til að láta skoða mig. Mér var sagt að hafa engar áhyggjur, þetta væri bara eðlilegt þar sem skurðurinn væri enn að gróa. Með það fór ég heim í Voganna og hélt að allt væri bara í lagi. Manninum mínum stóð ekki á sama og vildi fara með aftur til læknis sem við og gerðum daginn eftir. Þá var andlitið á mér orðið tvöfalt eða þrefalt , tveir pokar á og ógeðslegur gröftur lak úr götunum eftir heftin, ég var með öðrum orðum að rakna upp!! Ég var drifin í aðgerð 20. janúar þar sem skurðurinn var opnaður og allt hreinsað út. Síðan tók við sýklalyfjameðferð sem stóð yfir í 4 vikur. Það gekk vel þökk sé heimahlynningu HSS. Í mars byrjaði ég síðan í geislameðferð, 35 skipti. Á geisladeildinni vinna bara englar. Yndislegt fólk í alla staði. Þegar geislameðferðin var búin var farið að vora, litla barnið mitt orðið 19 mánaða og okkur í fjölskyldunni leið eins og við værum að koma undan óviðri. Í tilefni af þessu fór ég með Huldu vinkonu til Minneapolis að versla. Jibbí gaman. Það var æðislegt mæli með Mall of America til að heila sig.  Frábær ferð.  Svo tók ég til við að fagna sumrinu í garðinum mínum með börnum, manni og köttum.  En aldrei einhvern vegin náði ég fullri orku og var alltaf þreytt. Svo fór ég að taka eftir kúlu á skurðsvæðinu sem óx og óx þar til einn daginn að hún sprakk og út kom gröftur. Ógeð.

Þegar þarna var komið var ég send í heilaskann og kom í ljós að sýkingin hafði aldrei alveg farið svo nú voru góð ráð dýr.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband